Arsenal ætlar að taka til í leikmannahópi sínum í sumar og eru stór nöfn til sölu fyrir næsta tímabil.
The Daily Mail fullyrðir það að bæði Granit Xhaka og Kieran Tierney séu til sölu í sumar.
Xhaka hefur spilað stórt hlutverk með Arsenal á tímabilinu en hann er þrítugur og á að baki tæplega 300 leiki fyrir félagið.
Tierney kom frá Celtic á sínum tíma en hefur misst sæti sitt í liðinu eftir komu Oleksandr Zinchenko frá Manchester City.
Newcastle ku hafa áhuga á að fá Tierney í sínar raðir en óvíst er hvert Xhaka myndi fara ef hann verður seldur í sumar.
Arsenal er enn í titilbaráttu í úrvalsdeildinni og er tveimur stigum á undan Manchester City sem á þó tvo leiki til góða.