Harry Maguire, leikmaður Manchester United, óttast það að hann þurfi að yfirgefa félagið í sumar.
Maguire hefur misst sæti sitt í byrjunarliði Man Utd síðan Erik ten Hag tók við liðinu síðasta sumar.
Maguire er 30 ára gamall en hann kostaði 80 milljónir punda fyrir fjórum árum er hann kom frá Leicester City.
Samkvæmt Mail er Maguire áhyggjufullur og vill fá fleiri mínútur til að eiga möguleika á að spila á EM 2024 með Englandi.
Ljóst er að Maguire þarf að spila meira ef hann ætlar að halda byrjunarliðssæti sínu í landsliðinu og eru góðar líkur á að hann kveðji í sumar.