fbpx
Laugardagur 01.febrúar 2025
433Sport

Ten Hag tekur áhættu – Gæti reitt leikmann til reiði

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 28. apríl 2023 12:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erik ten Hag, stjóri Manchester United, hafnaði beiðni Alejandro Garnacho um að fá að spila á Heimsmeistaramóti U-20 ára landsliða í næsta mánuði.

Garnacho er Argentínumaður og var valinn í bráðabirgðahóp U-20 ára liðsins fyrir mótið, en það á eftir að velja endanlega hópinn. Kantmaðurinn þrælefnilegi hefði þó að öllum líkindum verið valinn.

Argentína heldur mótið og fer það fram 20. maí til 11. júní.

Alejandro Garnacho

Ef Ten Hag hefði leyft Garnacho að fara hefði kappinn hins vegar misst af síðustu leikjum United á leiktíðinni, þar með er talinn bikarúrslitaleikurinn gegn Manchester City 3. júní.

Garnacho er þá að snúa aftur eftir ökklameiðsli og var Ten Hag ekki tilbúinn að hleypa honum burtu með argentíska liðinu á þessum tímapunkti.

Hann hafnaði því beiðni leikmannsins, sem vildi fá að fara á mótið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Meira en fjórföldun á launum og 8 milljónir á dag

Meira en fjórföldun á launum og 8 milljónir á dag
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Henderson verður áfram í Hollandi

Henderson verður áfram í Hollandi
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Van der Sar sendir skilaboð til Amorim: ,,Mun bæta sig á næstu fimm eða sex árum“

Van der Sar sendir skilaboð til Amorim: ,,Mun bæta sig á næstu fimm eða sex árum“
433Sport
Í gær

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?
433Sport
Í gær

Svona eru áherslur dómara fyrir komandi leiktíð

Svona eru áherslur dómara fyrir komandi leiktíð
433Sport
Í gær

Ronaldo og félagar snarhækka tilboð sitt

Ronaldo og félagar snarhækka tilboð sitt
433Sport
Í gær

Dregið í Meistaradeildinni – City mætir Real Madrid

Dregið í Meistaradeildinni – City mætir Real Madrid