Spá formanna, þjálfara og fyrirliða liða í Lengjudeildum karla og kvenna fyrir tímabilið var opinberuð á kynningarfundi deildarinnar í dag.
Ef spáin gengur eftir sigrar ÍA Lengjudeild karla í ár. Liðið féll úr Bestu deild í fyrra og ætlar sér beint upp.
Þá segir spáin að Grindavík verði í öðru sæti. Þar hefur boginn verið spenntur hátt og virkilega öflugir leikmenn verið fengnir til félagsins.
Í ár er hins vegar nýtt fyrirkomulag í Lengjudeild karla. Liðin í öðru til fimmta sæti fara í umspil um það að fylgja efsta liði deildarinnar upp í Bestu deildina.
Auk Grindavíkur fara Fjölnir, Leiknir og Grótta í umspilið, ef spáin gengur eftir.
Ægismenn komu óvænt inn í Lengjudeildina í vor og er þeim spáð neðsta sæti með nokkuð afgerandi hætti. Selfyssingum er spáð niður með þeim.
Spáin í heild:
Lengjudeild karla hefst 5. maí. Þá fara fimm leikir fram.
1. umferð Lengjudeildar karla
ÍA – Grindavík (5. maí kl. 19:15)
Grótta – Njarðvík (5. maí kl. 19:15)
Selfoss – Afturelding (5. maí kl. 19:15)
Ægir – Fjölnir (5. maí kl. 19:15)
Þróttur R – Leiknir R (5. maí kl. 19:15)
Þór – Vestri (6. maí kl. 14)