Það birtust fréttir þess efnis í gær að Lionel Messi nálgaðist endurkomu til Barcelona. Forseti spænsku La Liga, Javier Tebas, telur það hins vegar ólíklegt.
Samningur Messi við Paris Saint-Germain er að renna út. Hann gekk í raðir félagins frá Börsungum fyrir tveimur árum síðan.
Argentíski heimsmeistarinn hefur verið orðaður við endurkomu til Barcelona og einnig við Inter Miami, félag David Beckham í MLS-deildinni vestan hafs.
Tebas segir að skipti Messi til Barcelona gætu reynst of flókin er varðar Financial Fair Play (FFP).
„Ef þú spyrð mig í dag myndi ég segja að endurkoma Messi til Barca yrði mjög flókin,“ segir Tebas.
„Við verðum að sjá hvernig málin þróast en það þarf ansi mikið að ganga upp. Það þyrftu leikmenn að fara og aðrir að taka á sig launalækkun. Svo þarftu að komast að því hvernig laun Messi þyrfti að fá.“