Ederson, markvörður Manchester City, gerði lítið úr Arsenal eftir leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni.
Um uppgjör toppliðanna var að ræða og vann City góðan sigur. Eftir leik ákvað Ederson að strá salti í sár stuðningsmanna Arsenal, eins og sjá má hér neðar.
Leiknum lauk 4-1 og átti topplið Arsenal aldrei séns í City.
Kevin De Bruyne var stórkostlegur í leiknum og skoraði tvö marka City. John Stones skoraði eitt mark og markahrókurin Erling Braut Haaland eitt.
Rob Holding gerði mark Arsenal.
Eftir leikinn er Arsenal enn með tveggja stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. City á hins vegar tvo leiki til góða og er því í afar sterkri stöðu.
Ederson is an absolute menace! 😭😂pic.twitter.com/83oIr8TbCB
— City Xtra (@City_Xtra) April 26, 2023