fbpx
Laugardagur 01.febrúar 2025
433Sport

Segja þetta upphæðina sem Eyjamenn greiddu FH fyrir Oliver – Gerir hann að þeim næst dýrasta í sögunni

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 27. apríl 2023 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var rætt um félagaskipti Olivers Heiðarssonar í hlaðvarpinu Dr. Football í dag.

Oliver gekk í raðir ÍBV frá FH. Þetta var staðfest í gær. Viðræður hafa átt sér stað á milli ÍBV og FH undanfarið og náðist samkomulag að lokum.

Oliver, sem er fæddur árið 2001, skoraði fimm mörk í 31 leik fyrir FH í deild og bikar á síðustu leiktíð.

„Gaflararnir tala um að hann hafi kostað 7 milljónir,“ sagði Hjörvar Hafliðason í þætti dagsins.

Gunnar Birgisson var gestur í dag og tók til máls. „Ég er ánægður með að íslenski markaðurinn sé að opnast. Hérna áður fyrr bauðstu í leikmann í einhverju liði og hitt liðið fór í fýlu.“

Jóhann Már Helgason tók undir með honum.

„Það er gaman að það sé lifandi félagaskiptamarkaður. Miklu skemmtilegra.“

Ef satt reynist að Oliver hafi kostað ÍBV 7 milljónir er hann næst dýrasti leikmaður á íslenska félagaskiptamarkaðnum frá upphafi. Aðeins Patrik Johannesen kostaði meira, en hann fór frá Keflavík til Breiðabliks á 11 milljónir króna.

Oliver er sonur Heiðars Helgusonar sem átti afar farsælan feril sem atvinnu og landsliðsmaður í knattspyrnu. Oliver ólst upp á Englandi en lék með Þrótti áður en hann gekk í raðir FH fyrir tímabilið 2021.

ÍBV er með þrjú stig eftir þrjár umferðir í Bestu deildinni en liðið vann öflugan sigur á Íslandsmeisturum Breiðabliks á sunnudag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Meira en fjórföldun á launum og 8 milljónir á dag

Meira en fjórföldun á launum og 8 milljónir á dag
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Senda inn fyrirspurn vegna Garnacho

Senda inn fyrirspurn vegna Garnacho
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Fá grænt ljós til að ræða við Rashford

Fá grænt ljós til að ræða við Rashford
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Vandræði innan herbúða Liverpool – Virkilega ósáttur með að hafa ekki fengið að ræða við annað félag

Vandræði innan herbúða Liverpool – Virkilega ósáttur með að hafa ekki fengið að ræða við annað félag
433Sport
Í gær

Kristian Nökkvi skiptir um félag

Kristian Nökkvi skiptir um félag
433Sport
Í gær

Horfðu á nýjan þátt af Íþróttavikunni – Besta deildin grandskoðuð með Sigga Bond

Horfðu á nýjan þátt af Íþróttavikunni – Besta deildin grandskoðuð með Sigga Bond