fbpx
Laugardagur 01.febrúar 2025
433Sport

Segir að Kane gæti farið en hugsanlegur áfangastaður kemur á óvart – Högg í maga Manchester United

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 27. apríl 2023 20:00

Harry Kane / GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Harry Redknapp, fyrrum stjóri Tottenham og fleiri liða, telur að Harry Kane gæti farið frá félaginu í sumar en þó ekki til Manchester United.

Framherjinn á aðeins ár eftir af samningi sínum við Tottenham í sumar og hefur verið sterklega orðaður annað, þó aðallega til United.

Redknapp telur hins vegar líklegra að Kane fari til Chelsea. Ástæðurnar fyrir því eru athyglisverðar.

„Það verður áhugavert að sjá hvað gerist ef Mauricio Pochettino tekur við Chelsea. Það færi ekki vel í stuðningsmenn Tottenham ef Kane fer þangað. Ég held samt að það yrði frábært skref fyrir hann og ég held að hann sé að byggja hús nálægt svæði félagsins,“ segir Redknapp, en Pochettino þjálfaði Kane hjá Tottenham á tíma sínum þar.

Redknapp segir að Kane vilji helst ekki flytja frá London.

„Hann er fjölskyldumaður og væri glaður að þurfa ekki að fara til Norður-Englands eða þess háttar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Meira en fjórföldun á launum og 8 milljónir á dag

Meira en fjórföldun á launum og 8 milljónir á dag
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Senda inn fyrirspurn vegna Garnacho

Senda inn fyrirspurn vegna Garnacho
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Fá grænt ljós til að ræða við Rashford

Fá grænt ljós til að ræða við Rashford
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Vandræði innan herbúða Liverpool – Virkilega ósáttur með að hafa ekki fengið að ræða við annað félag

Vandræði innan herbúða Liverpool – Virkilega ósáttur með að hafa ekki fengið að ræða við annað félag
433Sport
Í gær

Kristian Nökkvi skiptir um félag

Kristian Nökkvi skiptir um félag
433Sport
Í gær

Horfðu á nýjan þátt af Íþróttavikunni – Besta deildin grandskoðuð með Sigga Bond

Horfðu á nýjan þátt af Íþróttavikunni – Besta deildin grandskoðuð með Sigga Bond