Troopz sem er hluti af stuðningsmannasveit Arsenal sem heldur úti sjónvarpsþáttum er sakaður um að beita eiginkonu sína andlegu ofbeldi.
Troopz er hluti af Arsenal Fan TV sem er afar vinsælt efni sem sett er inn á Youtube.
Manchester City vann 4-1 sigur á Arsenal en Troopz horfði á leikinn í beinni útsendingu á Youtube. Þegar City komst yfir gekk eiginkona hans inn í herbergið.
„Helvítis konan labbar inn í herbergið og þeir skora. Ég er mjög pirraður, ekki brosa til mín,“ sagði Troopz við eiginkonu sína.
Football doesn’t cause domestic abuse but it can trigger existing abuse. The abusive behaviour displayed by Troopz towards his wife highlights how football can create a period of more intense control and fear, exacerbating an existing problem. pic.twitter.com/3pUNphtfw9
— David Challen (@David_Challen) April 27, 2023
„Farðu úr herberginu, ekki hlæja af mér. Farðu, farðu, farðu elskan. Farðu, þú færð ekki að horfa. Hvernig getur þú labbað hérna inn og þeir skora?.“
„Þú færð ekki að horfa á leikinn, farðu. Þú hefur slæm áhrif á liðið mitt.“
Margir saka Troopz um að beita konu sína þarna andlegu ofbeldi en atvikið er hér að ofan.