fbpx
Sunnudagur 02.febrúar 2025
433Sport

Tveir leikmenn Barcelona neita að taka á sig launalækkun – Gæti komið í veg fyrir að Messi komið

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 26. apríl 2023 12:00

Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Barcelona reynir að lækka laun hjá leikmönnum félagsins til að komast í gegnum reglur um fjármál hjá spænsku úrvalsdeildinni.

Barcelona þarf að lækka launakostnað sinn um 180 milljónir punda á næstu leiktíð og reynir að lækka laun leikmanna.

Barcelona vill fá að borga leikmönnum umsamin laun seinna en stendur í samningi. Þetta gerir félagið meðal annars til að reyna að fá Lionel Messi í sumar.

Það gengur hins vegar ekkert sérstaklega vel því bæði Franck Kessie og Andreas Christensen hafa hafnað því að taka þátt í þessu bókhaldsbraski Börsunga.

Barcelona hefur ítrekað gert þetta síðustu ár til að reyna að fresta vandamálum sínum en félagið hefur glímt við mikil fjárhagsvandræði.

Barcelona vill reyna að fá Messi aftur í sumar eftir tveggja ára dvöl hjá PSG, samningur hans við Parísar liðið er á enda í sumar og hefur hann hug á að koma heim. Það gerist hins vegar ekki nema Barcelona takist að laga bókhaldið sitt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Meira en fjórföldun á launum og 8 milljónir á dag

Meira en fjórföldun á launum og 8 milljónir á dag
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Senda inn fyrirspurn vegna Garnacho

Senda inn fyrirspurn vegna Garnacho
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Fá grænt ljós til að ræða við Rashford

Fá grænt ljós til að ræða við Rashford
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Vandræði innan herbúða Liverpool – Virkilega ósáttur með að hafa ekki fengið að ræða við annað félag

Vandræði innan herbúða Liverpool – Virkilega ósáttur með að hafa ekki fengið að ræða við annað félag
433Sport
Í gær

Kristian Nökkvi skiptir um félag

Kristian Nökkvi skiptir um félag
433Sport
Í gær

Horfðu á nýjan þátt af Íþróttavikunni – Besta deildin grandskoðuð með Sigga Bond

Horfðu á nýjan þátt af Íþróttavikunni – Besta deildin grandskoðuð með Sigga Bond