Björn Bergmann Sigurðarson er genginn í raðir í uppeldisfélag sitt, ÍA.
Sóknarmaðurinn 32 ára gamli lék síðast með Molde í Noregi en hefur hins vegar ekki spilað í tvö ár vegna meiðsla.
ÍA undirbýr sig fyrir tímabilið í Lengjudeildinni eftir að hafa fallið úr deild þeirra bestu í fyrra. Ljóst er að Björn Bergmann er mikill liðsstyrkur á sínum besta degi.
Björn Bergmann er afar reynslumikill leikmaður sem hefur spilað fyrir lið á borð við Wolves, Rostov og FCK, auk Lilleström og Molde í Noregi.
Þá á Björn Bergmann að baki sautján A-landsleiki fyrir Íslands hönd.