Crystal Palace er að undirbúa samningstilboð fyrir Wilfried Zaha, stjörnu liðsins. Þetta herma heimildir The Guardian.
Zaha er þrítugur og er uppalinn hjá Palace. Hann hefur leikið allan sinn feril með félaginu, að undanskildum smá tíma hjá Manchester United og Cardiff.
Samningur Zaha er að renna út og er áhugi annars staðar að.
Félög eins og Arsenal, Chelsea, Bayern, Paris Saint-Germain, Roma og Marseille eru öll sögð hafa áhuga.
Palace ætlar hins vegar að gera Zaha að launahæsta leikmanni í sögunni og bjóða honum 200 þúsund pund á viku.
Mun samningurinn gilda til fjögurra ára og færa Zaha í heildina 40 milljónir punda þegar allt er tekið inn í myndina.