fbpx
Sunnudagur 02.febrúar 2025
433Sport

United vonast til þess að Harry Kane verði með læti til að losna

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 25. apríl 2023 16:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Harry Kane framherji Tottenham þarf að berja í borð hjá Tottenham ef Manchester United á að láta til skara skríða. Sky Sports heldur þessu fram.

United hefur mikinn áhuga á að fá Kane frá Tottenham í sumar en óttast það Daniel Levy stjórnarformaður Tottenham verði erfiður. Sky segir að United vilji að Kane verði með þeim í liði að losna frá Tottenham til að þetta gangi upp.

Levy er harður í horn að taka þegar kemur að samningaborðinu og segir Telegraph að United muni bakka fljótt út ef Levy vill ekki selja.

Erik ten Hag leggur mesta áherslu á það í sumar að fá inn framherja sem hann treystir.

Kane á ár eftir af samningi sínum við Tottenham og segir Telgraph afar ólíklegt að hann vilji skrifa undir nýjan samning í sumar, ástandið hjá Tottenham sé slíkt.

Telegraph segir að Levy sé mögulega klár í að selja Kane á 80 milljónir punda ef hann fer frá Englandi en verðmiðinn verði í kringum 100 milljónir punda fari hann til liðs á Englandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Meira en fjórföldun á launum og 8 milljónir á dag

Meira en fjórföldun á launum og 8 milljónir á dag
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Senda inn fyrirspurn vegna Garnacho

Senda inn fyrirspurn vegna Garnacho
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Fá grænt ljós til að ræða við Rashford

Fá grænt ljós til að ræða við Rashford
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Vandræði innan herbúða Liverpool – Virkilega ósáttur með að hafa ekki fengið að ræða við annað félag

Vandræði innan herbúða Liverpool – Virkilega ósáttur með að hafa ekki fengið að ræða við annað félag
433Sport
Í gær

Kristian Nökkvi skiptir um félag

Kristian Nökkvi skiptir um félag
433Sport
Í gær

Horfðu á nýjan þátt af Íþróttavikunni – Besta deildin grandskoðuð með Sigga Bond

Horfðu á nýjan þátt af Íþróttavikunni – Besta deildin grandskoðuð með Sigga Bond