fbpx
Sunnudagur 02.febrúar 2025
433Sport

Mane muni ekki snúa aftur til Liverpool – Ástæðan sé þessi

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 25. apríl 2023 09:30

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kolo Toure býst ekki við því að Sadio Mane snúi aftur til Liverpool í sumar. Kappinn hefur verið orðaður frá Bayern Munchen.

Senegalinn fór frá Liverpool til Bayern í sumar eftir sex ár á Anfield. Á tíma sínum þar skoraði kappinn 120 mörk og vann titla eins og ensku úrvalsdeildina og Meistaradeild Evrópu.

Það hefur hins vegar ekki gengið vel hjá Bayern og á dögunum fór allt í háaloft þega Mane slóst við liðsfélaga sinn Leroy Sane eftir leik.

Í kjölfarið hefur Mane verið orðaður við brottför, til að mynda aftur til Liverpool.

Toure, sem er fyrrum leikmaður Liverpool, telur það hins vegar ólíklegt.

„Ég held að það hafi verið stórt högg að missa Mane. Mane var að mínu mati sérstakur leikmaður fyrir Liverpool því hann getur skorað mörk og búið þau til, auk þess sem hann er stór karakter. Þegar það var erfitt gat hann gert gæfumuninn,“ segir hann.

„Ég held samt að þeir séu að leita að nýrri útgáfu af Liverpool. Jurgen vill fríska upp á liðið sitt og leita að leikmönnum sem passa vel inn. Ég er viss um að honum takist það.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Meira en fjórföldun á launum og 8 milljónir á dag

Meira en fjórföldun á launum og 8 milljónir á dag
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Senda inn fyrirspurn vegna Garnacho

Senda inn fyrirspurn vegna Garnacho
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Fá grænt ljós til að ræða við Rashford

Fá grænt ljós til að ræða við Rashford
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Vandræði innan herbúða Liverpool – Virkilega ósáttur með að hafa ekki fengið að ræða við annað félag

Vandræði innan herbúða Liverpool – Virkilega ósáttur með að hafa ekki fengið að ræða við annað félag
433Sport
Í gær

Kristian Nökkvi skiptir um félag

Kristian Nökkvi skiptir um félag
433Sport
Í gær

Horfðu á nýjan þátt af Íþróttavikunni – Besta deildin grandskoðuð með Sigga Bond

Horfðu á nýjan þátt af Íþróttavikunni – Besta deildin grandskoðuð með Sigga Bond