Mauricio Pochettino virðist vera að taka við sem knattspyrnustjóri Chelsea en það verður þó ekki fyrr en í sumar.
Viðræðurnar á milli Chelsea og Pochettino eru nú að færast á lokastig, en enn á eftir að ganga frá formsatriðum.
Pochettino hefur verið án starfs frá því hann var látinn fara frá Paris Saint-Germain síðasta vor.
Hann tekur þó ekki við fyrr en í sumar. Daily Star sagði frá því fyrr í dag að hann vildi ólmur taka strax við á Stamford Bridge.
Frank Lampard er hins vegar bráðabirgðastóri og miðað við nýjustu fréttir eru engar líkur á að hann verði látin fara fyrir þann tíma. The Sun segir frá þessu.
Pochettino hefur áður stýrt Tottenham um árabil, sem og Southampton og hefur því mikla reynslu úr ensku úrvalsdeildinni.