fbpx
Sunnudagur 02.febrúar 2025
433Sport

Stuðningsmenn Arsenal fá slæmar fréttir fyrir stórleikinn – Birta sláandi tölfræði með hans og án

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 24. apríl 2023 08:05

Saliba í baráttunni í leiknum gegn City fyrr á leiktíðinni. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arsenal verður áfram án Frakkans William Saliba í stórleiknum gegn Manchester City á miðvikudag. David Ornstein á The Athletic segir frá þessu.

Skytturnar heimsækja City á miðvikudag. Liðið er með fimm stiga forskot á toppi deildarinnar en Englandsmeistarar City eiga hins veegar tvo leiki til góða.

Hinn 22 ára gamli Saliba meiddist í seinni leiknum gegn Sporting í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar og síðan hefur Arsenal átt slæman kafla.

Liðið sigraði Crystal Palace og Leeds en hefur svo gert jafntefli við Liverpool, West Ham og Southampton í síðustu þremur leikjum.

Það hafði verið talað um að Saliba ætti möguleika á að ná leiknum gegn City en sá möguleiki hefur verið sleginn af borðinu. Enn fremur er líklegt að miðvörðurinn missi af þarnæsta leik gegn Chelsea líka 2. maí.

Saliba var einn af bestu mönnum Arsenal áður en hann meiddist. Ornstein bendir á tölfræði liðsins með og án Saliba. Er hún ansi afgerandi. Liðið hefur fengið á sig að meðaltali 0,9 mörk í leik með hann innanborðs en 1,8 mörk án hans.

Þá er sigurhlutfall þeirra 77,8 prósent með Saliba en 40 án hans. Arsenal fær jafnframt að meðaltali 2,4 stig í leik með Saliba en 1,8 án hans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

United staðfestir komu ungstirnisins frá Arsenal

United staðfestir komu ungstirnisins frá Arsenal
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Endurtekning á því sem gerðist í Kópavoginum í fyrra?

Endurtekning á því sem gerðist í Kópavoginum í fyrra?
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Senda inn fyrirspurn vegna Garnacho

Senda inn fyrirspurn vegna Garnacho
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Morata að taka áhugavert skref

Morata að taka áhugavert skref
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sigurður ómyrkur í máli um stöðuna í Hafnarfirði – „Það böggar mig bara ógeðslega mikið“

Sigurður ómyrkur í máli um stöðuna í Hafnarfirði – „Það böggar mig bara ógeðslega mikið“
433Sport
Í gær

Svona eru áherslur dómara fyrir komandi leiktíð

Svona eru áherslur dómara fyrir komandi leiktíð
433Sport
Í gær

Högg fyrir Arsenal og City

Högg fyrir Arsenal og City