Ainsley Maitland-Niles er á förum frá Arsenal í sumar þegar samningur hans rennur út.
Kappinn staðfestir þetta í viðtali.
Maitland-Niles er 25 ára gamall og er uppalinn hjá Arsenal. Hann hefur aldrei fengið almennilegt hlutverk með aðalliðinu og verið lánaður til Ipswich, WBA, Roma og síðast Southamton, þar sem hann er núna.
Samningur Maitland-Niles við Arsenal rennur út í sumar og þá fer hann.
„Þetta hefur verið frábært ferðalag en nú er því lokið,“ segir hann.
Leikmaðurinn hefur spilað 22 leiki á þessu tímabili og er opinn fyrir því að vera áfram í röðum Southampton.
„Það er frábært að vera hjá Southampton. Ef félagið gerir mér tilboð er ég meira en til í að vera hér áfram.“