Louis Saha, fyrrum leikmaður Manchester United, viðurkennir að leikmenn liðsins hafi slegist innanborðs á meðan hann var á mála hjá félasginu.
Saha nefnir það eftir slagsmál Sadio Mane og Leroy Sane á dögunum en þeir eru saman hjá Bayern Munchen í Þýskalandi.
Sane sást með sprungna svör eftir högg frá Mane en atvikið átti sér stað eftir leik við Manchester City í Meistaradeildinni.
Leikmennirnir hafa nú náð sáttum en Saha segir að það sé ekki óeðlilegt að leikmenn láti hendurnar tala á æfingasvæðinu eða eftir leiki.
,,Það sem gerðist á milli Mane og Sane, það gerðist líka hjá Manchester United þó að ég muni ekki nöfnin,“ sagði Saha.
,,Ég var ekki miðpunkturinn í þessum slagsmálum. Það var virðing á milli leikmannana, allir vissu hvernig ætti að taka á hinni manneskjunni.“
,,Það er stundum erfitt að stöðva sjálfan sig og það er eðlilegt. Þetta gerist. Allar manneskjur eru ekki eins.“