fbpx
Sunnudagur 02.febrúar 2025
433Sport

Besta deild karla: Valur kom til baka og sigraði Fram

Helgi Fannar Sigurðsson
Sunnudaginn 23. apríl 2023 21:12

Tryggi Hrafn. Mynd: Ernir Eyjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Valur gerði góða ferð í Úlfarsárdalinn þar sem liðið heimsótti Fram í Bestu deild karla í kvöld.

Leikurinn hafði verið fremur rólegur þegar Fram tók forystuna á 34. mínútu. Þá skoraði Fred Saraiva eftir fyrirgjöf Magnúsar Þórðarsonar.

Sú forysta dugði þó skammt því nokkrum mínútum síðar fékk Valur vítaspyrnu. Dómurinn var afar umdeildur en Guðmundur Andri Tryggvason virtist detta ansi léttilega í teignum. Andri Rúnar Bjarnason fór á punktinn og skoraði af öryggi.

Seinni hálfleikur fór vel af stað og eftir um tíu mínútur af honum var annað víti dæmt. Nú á Val. Guðmundur Magnússon fór á puntkinn en spyrnan var slök og Fredrik Schram varði.

Á 74. mínútu höfðu Framarar verið í dauðafæri öðrum megin á vellinum þegar gestirnir geystust upp hinum megin. Adam Ægir Pálsson, sem átti frábæran leik, lagði boltann svo á varamanninn Tryggva Hrafn Haraldsson sem skoraði.

Valur skoraði keimlíkt mark tveimur mínútum síðar. Adam lagði boltann á Tryggva sem skoraði sitt annað mark.

Lokatölur 1-3 fyrir Val. Liðið er með sex stig í öðru sæti eftir fyrstu þrjá leiki sína. Fram er hins vegar með tvö stig í tíunda sæti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Hefði orðið dýrastur og launahæstur í heimi

Hefði orðið dýrastur og launahæstur í heimi
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

England: Salah með tvennu gegn Bournemouth – Moyes óstöðvandi

England: Salah með tvennu gegn Bournemouth – Moyes óstöðvandi
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Senda inn fyrirspurn vegna Garnacho

Senda inn fyrirspurn vegna Garnacho
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Eru að landa Marcus Rashford

Eru að landa Marcus Rashford
433Sport
Í gær

Henderson verður áfram í Hollandi

Henderson verður áfram í Hollandi
433Sport
Í gær

Van der Sar sendir skilaboð til Amorim: ,,Mun bæta sig á næstu fimm eða sex árum“

Van der Sar sendir skilaboð til Amorim: ,,Mun bæta sig á næstu fimm eða sex árum“
433Sport
Í gær

U17 ára landsliðið mætir Kára

U17 ára landsliðið mætir Kára
433Sport
Í gær

Sá stjörnu United æfa eina á æfingasvæðinu – ,,Hugsaði með mér hversu vandræðalegt þetta væri“

Sá stjörnu United æfa eina á æfingasvæðinu – ,,Hugsaði með mér hversu vandræðalegt þetta væri“