Mainz 3 – 1 Bayern Munchen
0-1 Sadio Mane
1-1 Ludovic Ajorque
2-1 Leandro Martins
3-1 Aaron Martin
Bayern Munchen er ekki í frábærum málum í Þýskalandi eftir tap gegn Mainz á útivelli í dag.
Thomas Tuchel byrjar ekki of vel sem stjóri Bayern en liðið er einnig úr leik í Meistaradeildinni eftir tap gegn Manchester City.
Bayern á nú í hættu á að missa toppsætið í dag ef Borussia Dortmund vinnur lið Eintracht Frankfurt klukkan 16:30.
Bayern hefur aðeins unnið tvo af síðustu fimm leikjum sínum og er tveimur stigum á undan Dortmund eftir 29 leiki.
Dortmund á þó leik til góða sem fer fram síðar í dag og getur endurheimt toppsætið og væri þá í bílstjórasætinu í framhaldinu.