Sveinn Aron Guðjohnsen átti frábæran leik fyrir lið Elfsborg í Svíþjóð í dag sem mættii Degerfors á útivelli.
Sveinn Aron var mikilvægasti leikmaður Elfsborg í þessum leik og skoraði bæði mörk liðsins í 2-1 sigri.
Íslenski landsliðsmaðurinn skoraði fyrra mark Elfsborg á sjöundu mínútu og gerði svo sigurmarkið snemma í seinni hálfleik.
Elfsborg hefur byrjað tímabilið vel í Svíþjóð og eftir sigurinn er liðið í öðru sæti með sjö stig eftir fjóra leiki.
Sveinn Aron var að skora sín fyrstu tvö mörk í deildinni á tímabilinu en Arnór Sigurðsson hjá Norrkoping hefur gert enn betur og er með þrjú.