Knattspyrnustjarnan Cristiano Ronaldo eyðir sumarfríi sínu á Majorka ásamt fjölskyldu sinni. Þar gista þau í glæsilegu húsi sem hefur allt til alls. Það kostar sitt að fá sér slíka gistingu. Ronaldo og eiginkonan, Georgina Rodriguez, borga hvorki meira né minna en 1,7 milljónir punda fyrir hverja nótt.
Ronaldo var með portúgalska landsliðinu á Evrópumótinu fyrr í sumar en fékk snemma að fara í sumarfrí þar sem liðið féll úr leik í 16-liða úrslitum. Í kjölfarið dreif fjölskyldan sig til Majorka.
Eignin sem þau leigja hefur sjö svefnherbergi, sundlaug, tennisvöll, spa og fleiru tilheyrandi.
Þá eru einkakokkar, einkaþjónar og þjónustufólk sem sjá um fjölskylduna í fríinu.
Myndir má sjá hér fyrir neðan.