Adrian Ward, fyrrum umboðsmaður stórstjarna í enska boltanum, hefur verið dæmdur í bann til ársins 2024.
Þetta var staðfest fyrir helgi en Ward verður í banni þar til í desember 2024 og er um eitt og hálft ár að ræða.
Ward var fundinn sekur um að hafa talað við ólögráða einstakling án leyfis en umboðsskrifstofa hans, Colossal Sports Management, var einnig sett í bann.
Ward er nafn sem einhverjir kannast við en hann hefur starfað sem umboðsmaður leikmanna eins og Raheem Sterling og Alex Oxlade-Chamberlain.
Atvikið átti sér stað árið 2019 en það er bannað fyrir umboðsmenn að ræða við leikmenn undir 16 ára aldri án leyfis.
Umboðsmaðurinn sem og skrifstofan hafa ákveðið að áfrýja dómnum en óvíst er um hvaða leikmann er að tala að svo stöddu.