Roberto Firmino, leikmaður Liverpool, er búinn að samþykkja það að ganga í raðir Barcelona í sumar.
The Daily Mail fullyrðir þessar fréttir en Firmino er 31 árs gamall og verður samningslaus í sumar.
Fyrr í vetur var greint frá því að Firmino myndi ekki framlengja en hann vill spila á Spáni áður en ferlinum lýkur.
Nú virðist vera ljóst að hann muni halda til Barcelona og ganga í raðir Börsunga á frjálsri sölu.
Firmino hefur átt mjög góðan feril í Liverpool en hann kostaði félagið 29 milljónir punda árið 2015.