Fulham 2 – 1 Leeds
1-0 Harry Wilson(’58)
2-0 Andreas Pereira(’72)
2-1 Joao Palhinha(’79, sjálfsmark)
Fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni er nú lokið en Fulham tók á móti Leeds á heimavelli sínum, Craven Cottage.
Fulham er í fínustu málum í deildinni og er með 45 stig í níunda sæti eftir 2-1 heimasigur í dag.
Leeds þurfti hins vegar á sigri að halda í fallbaráttu en liðið er aðeins tveimur stigum frá öruggu sæti.
Harry Wilson og Andreas Pereira gerðu mörk heimamanna en Joao Palhinha varð einnig fyrir því óláni að skora sjálfsmark fyrir Fulham.
Leeds er ekki í frábærum málum og á í hættu á að lenda í fallsæti ef Everton og Nottingham Forest vinna sína leiki í dag.