Það var heldur betur fjör á Anfield í kvöld er Liverpool fékk lið Nottingham Forest í heimsókn.
Diogo Jota stal senunni í þessum leik en hann skoraði tvennu fyrir heimaliðið sem hafði betur, 3-2.
Flestir bjuggust við öruggum sigri Liverpool í leiknum en fallbaráttulið Forest gafst aldrei upp og gaf heimamönnum alvöru leik.
Það var þá dramatík er Brentford og Aston Villa áttust við en honum lauk með 1-1 jafntefli.
Útlit var fyrur að Yoane Wissa hefði tryggt Brentford sigur undir lok leiks en hann var dæmdur rangstæður og jafntefli niðurstaðan.
Leicester vann þá mikilvægan sigur á Wolves í fallbaráttunni og Crystal Palace og Everton gerðu markalaust jafntefli.
Liverpool 3 – 2 Nott. Forest
1-0 Diogo Jota
1-1 Neco Williams
2-1 Diogo Jota
2-2 Morgan Gibbs-White
3-2 Mohamed Salah
Brentford 1 – 1 Aston Villa
1-0 Ivan Toney
1-1 Douglas Luiz
Leicester 2 – 1 Wolves
0-1 Matheus Cunha
1-1 Kelechi Iheanacho(víti)
2-1 Timothy Castagne
Crystal Palace 0 – 0 Everton