Lið Chelsea er að semja við enn einn leikmanninn en félagið er að fá til sín Diego Moreira frá Benfica.
Um er að ræða gríðarlegt undrabarn en hann er 18 ára gamall og er búinn að skrifa undir hjá Chelsea samkvæmt Record.
Chelsea hefur fengið til sín ófáa leikmenn síðan Todd Boehly gerðist eigandi félagsins og eytt yfir 600 milljónum punda.
Að þessu sinni kemur leikmaðurinn á frjálsri sölu en Moreira verður samningslaus hjá Benfica eftir tímabilið.
Í sumar mun hann því ganga frítt í raðir Chelsea en hann er þessa stundina leikmaður varaliðs Benfica en á að baki einn leik fyrir aðalliðið í deild.
Moreira er fæddur 2004 og spilar á vængnum. Hann á að baki marga landsleiki fyrir yngri landslið Portúgals.