Kepa Arrizzabalaga, markvörður Chelsea, hefur trúlofast kærustu sinni, Andreu Martinez. Sú keppti í ungfrú heimi fyrir hönd Spánar árið 2020.
Andrea er þrítug og keppti í ungfrú heimi í Las Vegas árið 2020. Hún er fyrirsæta og fyrrum körfuboltakona. Hún lék með yngri landsliðum Spánar í greininni.
Kepa er markmaður Chelsea en gengi liðsins á tímabilinu hefur verið afskaplega lélegt hingað til á tímabilinu.
Markvörðurinn er aðalmarkvörður hjá Chelsea í dag en hann missti sæti sitt um tíma eftir komu Edouard Mendy. Staðan hefur þó breyst og er Spánverjinn nú númer eitt.
Honum gengur þó vel utan vallar og er nú trúlofaður eins og má sjá hér fyrir neðan.