Todd Boehly, eigandi Chelsea, hefur viðurkennt það að félagið hafi gert stór mistök á undanförnum 12 mánuðum,.
Frá þessu greinir the Daily Mail en Boehly viðurkenndi þetta á fundi ásamt fjárfestum felagsins.
Bandaríkjamaðurinn er meðeigandi í Chelsea sem hefur eytt gríðarlegum fjárhæðum í leikmenn undanfarna mánuði.
Chelsea hefur alls ekki keypt rétt miðað við gengið í vetur en liðið á ekki möguleika á Evrópusæti í ensku úrvalsdeildinni,.
Liðið er einnig úr leik í Meistaradeildinni eftir 2-0 tap gegn Real Madrid í vikunni og þá 4-0 samanlagt.
Boehly viðurkennir að félagið hafi gert mistök á félagaskiptamarkaðnum en Chelsea hefur eytt yfir 600 milljónum pund á afskaplega stuttum tíma,.