Jamie Carragher, goðsögn Liverpool og núverandi sparkspekingur, hefur sent skilaboð til stuðningsmanna Manchester United,.
Skilaboðin eru varðandi vængmanninn Antony sem kom til félagsins í sumar og hefur fengið mikla gagnrýni.
Antony hefur ekki staðist væntingar í vetur en hefur þó reynst öflugur á sinn hátt, annað en mögulega Jadon Sancho.
Sancho kom til Man Utd frá Dortmund árið 2021 en hefur ekki náð að sýna sama lit og hann gerði í Þýskalandi.
Þrátt fyrir það virðist Antony fá meiri gagnrýni en Sancho en sá fyrrnefndi kom frá hollenska félaginu Ajax í sumar.
,,Antony er búinn að gera meira á sex mánuðum en Sancho hefur gert á tveimur árum,“ sagði Carragher.
,,Þrátt fyrir það þá er hann gagnrýndur reglulega en á sama tíma fær Sancho afar litla gagnrýni.“