Romelu Lukaku, leikmaður Inter Milan, verður til taks er liðið spilar við Juventus í seinni undanúrslitaleik ítalska bikarsins.
Þetta eru fréttir sem koma á óvart eftir að Lukaku var dæmdur í bann nýlega fyrir að ögra áhorfendum.
Lukaku var þar að svara fyrir sig vegna rasisma en ítalska knattspyrnusambandið ákvað samt sem áður að dæma leikmanninn í bann.
Bannið hefur nú verið dregið til baka og er Lukaku leikfær fyrir seinni leikinn gegn þeim svarthvítu.
Margir stóðu með Lukaku sem svaraði aðeins fyrir sig á vellinum og var það hárrétt ákvörðun að draga bannið til baka.
BREAKING: Lukaku WILL be available to play against Juventus in the Coppa Italia semi-final on Wednesday.
The Italian federation has decided to take away his suspension 👏 pic.twitter.com/LszuUcGLKK
— Italian Football TV (@IFTVofficial) April 22, 2023