Lamine Yamal er ekki nafn sem margir kannast við en hann er á mála hjá spænska stórveldinu Barcelona.
Yamal er gríðarlegt efni og verður í hópnum gegn Atletico Madrid í leik sem fer fram á morgun.
Það hefur vakið töluverða athygli þar sem Yamal er fæddur árið 2007 og er aðeins 15 árla gamall.
Jorge Mendes er umboðsmaður leikmannsins og er félagið að undirbúa hans fyrsta atvinnumannasamning.
Samkvæmt blaðamanninum Fabrizio Romano er Yamal einn sá efnilegasti í sögu akademíu Barcelona og mun væntanlega fá einhver tækifæri á næstu leiktíð.