Anthony Barry er kominn inn í þjálfarateymi Bayern Munchen. Hann kemur frá Chelsea.
Barry hefur verið aðstoðarmaður síðustu þriggja stjóra Chelsea, Frank Lampard, Thomas Tuchel og Graham Potter.
Tuchel er nú tekinn við Bayern Munchen og vildi hann ólmur fá Barry í sitt teymi.
Það tókst og er Barry nú mættur til Bæjara sem aðstoðarmaður Tuchel.
Bayern Munchen borgar Chelsea eina milljón punda fyrir þjónustu þjálfarans.
Anthony Barry joins FC Bayern as an assistant coach 🔴⚪
— FC Bayern Munich (@FCBayernEN) April 21, 2023