Fjölmiðamaðurinn umdeildi, Piers Morgan, er ekki þekktur fyrir að liggja á skoðunum sínum. Nú lætur hann Erik ten Hag, stjóra Manchester United, enn á ný fá það óþvegið.
United féll úr leik í Evrópudeildinni í gær af hendi Sevilla. Fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum lauk með 2-2 jafntefli í Manchester en Spánverjarnir unnu heimaleik sinn í gær 3-0.
Morgan ákvað að rifja það upp að Ten Hag hafi losað sig við Cristiano Ronaldo fyrr á tímabilinu. Leiðir Portúgalans við United skildu eftir svakalegt viðtal sem hann fór í við Morgan, en þeir eru miklir vinir.
„Guð minn góður. Niðurlægjandi skita hjá United. Munið að þessi ofmetni trúður Erik ten Hag hélt að það væri sniðugt að niðurlægja Cristiano og neyða hann burt frá félaginu,“ skrifar Morgan ómyrkur í máli á Twitter.
Ronaldo fór til Al-Nassr í Sádi Arabíu eftir að hafa yfirgefið United.
Dear oh dear. What a humiliating shambles by United. And remember… this overrated clown Erik Ten Hag thought the smart play was to humiliate @Cristiano and force him out of the club… #chickens #home #roost pic.twitter.com/H4lb49Nvn5
— Piers Morgan (@piersmorgan) April 20, 2023