Knattspyrnukappinn fyrrverandi Rúrik Gíslason og Sóley Birna Horcajada Guðmundsdóttir eru nýtt par. Vísir greinir frá þessu.
Hinn 35 ára gamli Rúrik lagði skóna á hilluna árið 2020 en hefur síðan þá slegið í gegn sem fyrirsæta, samfélagsmiðlastjarna, sparkspekingur og fleira.
Sóley er 25 ára gömul og á ættir að rekja til Íslands og Spánar.
Samkvæmt Vísi hefur parið sést saman á fjölförnum stöðum á höfuðborgarsvæðinu í góðum gír.
Rúrik vakti heimsathygli á HM í Rússlandi 2018, líkt og frægt er orðið. Var það eftir að hann kom inn á í leik gegn Argentínu.