Aston Villa er líklegt til að endurvekja áhuga sinn á Emile Smith Smith Rowe. Talksport segir frá.
Villa hafði mikinn áhuga á hinum 22 ára gamla Smith Rowe sumarið 2021 og bauð þá 30 milljónir punda í leikmanninn. Arsenal hafnaði því og leikmaðurinn skrifaði undir samning til 2026 þess í stað.
Á þeim tíma var Smith Rowe lykilmaður Arsenal en nú er staðan önnur. Englendingurinn ungi hefur verið í aukahluterki á þessari leiktíð, en þó verið mikið meiddur.
Unai Emery er við stjórnvölinn hjá Villa og hefur verið að gera frábæra hluti. Hann er mikill aðdáandi Smith Rowe.
Spánverjinn var einmitt stjóri Arsenal frá 2018 til 2019, þegar Smith Rowe var að stíga sín fyrstu skref með Lundúnaliðinu.