Rod Thornley, fyrrum styrktarþjálfari enska landsliðsins, rifjar upp svakalega sögu af sér og Wayne Rooney í nýju viðtali.
Það var árið 2004 sem þeir félagar voru í flugi eftir að England hafði tryggt sér sæti á Evrópumótinu 2004.
Thornley vildi fagna því með því að fara í drykkjukeppni við Rooney. Þeir röðuðu í sig skotum, eða það hélt Thornley allavega. Rooney þóttist nefnilega aðeins drekka sín skot og horfði upp á þjálfarann verða virkilega ölvaðan.
„Ég var svo glaður því við höfðum tryggt okkur sæti á öðru stórmóti. Við röðuðum skotunum upp og ég raðaði þeim í mig. Ég var 27, 28 ára en hann 18 ára krakki. Á meðan ég drakk mín setti hann sín alltaf til hliðar,“ segir Thornley.
„Ég endaði á að verða haugölvaður og ældi yfir alla vélina.“
Rooney lét sig hverfa eftir flugið og það kom í hlut Gary Neville að koma Thornley heim.
„Gary neville gekk með mig í hjólastól í gegnum flugvöllinn í Manchester. Hann kom mér heim og upp úr rúm. Ég var svakalega fullur.