fbpx
Sunnudagur 02.febrúar 2025
433Sport

City fær frábærar fréttir í baráttunni um Bellingham

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 21. apríl 2023 18:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er alls óvíst að Real Madrid hafi fjárhagslega burði til að kaupa Jude Bellingham í sumar.

Miðjumaðurinn 19 ára gamli er einn eftirsóttasti leikmaður heims og er ekki ólíklegt að hann yfirgefi Borussia Dortmund fyrir stærra lið í sumar.

Lengi vel var Liverpool talið leiða kapphlaupið um Bellingham. Félagið er hins vegar út úr myndinni. Því hefur verið haldið fram að Liverpool hafi ekki viljað borga meira en 84 milljónir punda.

Dortmund liggur ekkert á að selja sinn besta mann og vill 130 milljónir punda fyrir hann.

Real Madrid og Manchester City hafa einnig verið nefnd til sögunnar yfir hugsnlega kaupendur í sumar. AS á Spáni segir hins vegar að Real Madrid sé að undirbúa tilboð í Bellingham upp á 89 milljónir punda.

Það er því útlit fyrir að Madrídingar eigi nokkuð langt í land með að ganga að kröfum Dortmund.

Þetta setur City því í kjörstöðu fyrir sumarið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sjáðu umdeilda atvik gærdagsins – Voru dómararnir góðir við Liverpool?

Sjáðu umdeilda atvik gærdagsins – Voru dómararnir góðir við Liverpool?
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Slot um stöðuna: ,,Aldrei gott þegar leikmaður biður um skiptingu“

Slot um stöðuna: ,,Aldrei gott þegar leikmaður biður um skiptingu“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Telja morgunljóst að fyrsti brottrekstur ársins á Íslandi verði þarna – „Mér finnst þetta bara svo lélegt“

Telja morgunljóst að fyrsti brottrekstur ársins á Íslandi verði þarna – „Mér finnst þetta bara svo lélegt“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Útilokar að kalla markmanninn til baka en gæti gert breytingu á mánudaginn

Útilokar að kalla markmanninn til baka en gæti gert breytingu á mánudaginn
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Segir Arsenal að gleyma hugmyndinni – ,,Það er ekki séns“

Segir Arsenal að gleyma hugmyndinni – ,,Það er ekki séns“
433Sport
Í gær

Ísland vann stórsigur á nágrönnunum

Ísland vann stórsigur á nágrönnunum
433Sport
Í gær

United staðfestir komu ungstirnisins frá Arsenal

United staðfestir komu ungstirnisins frá Arsenal