Chelsea hefur rætt við Mauricio Pochettino um að gerast hugsanlega næsti stjóri liðsins. Sky Sports segir frá.
Graham Potter var nýlega rekinn úr stjórastólnum og stýrir Frank Lampard Chelsea nú til bráðabirgða. Verður það fram á sumar.
Þá ætlar Todd Boehly, eigandi Chelsea, að finna stjóra til frambúðar.
Búið er að ræða við Pochettino, sem síðast stýrði Paris Saint-Germain en var látinn fara síðasta sumar. Þar áður var hann á mála hjá Tottenham og Southampton. Hann þekkir því vel til enska boltans.
Argentínumaðurinn er nú að skoða möguleika sína áður en hann tekur ákvörðun. Talið er að hann hafi hafnað tilboðum fjölda félaga í Evrópu á undanförnum mánuðum.
Samkvæmt Sky Sports er Pochettino eitt af fimm nöfnum sem eru á blaði æðstu manna á Stamford Bridge sem stendur.