Wes Brown fyrrum varnarmaður Manchester United hefur tekið fréttum af gjaldþroti með ró og brosir út að eyrum í Síle.
Brown er þar í vinnuferð fyrir United en hann og Diego Forlan fyrrum framherji félagsins blanda geði við stuðningsmenn.
Brown er 43 ára gamall og lék fyrir aðallið Manchester United í fimmtán ár á knattspyrnuferli sínum.
Varnarmaðurinn var til að mynda hluti af gullaldarliði Sir Alex Ferguson. Brown þénaði lengi vel því sem nemur 8,5 milljónum íslenskra króna á viku Old Trafford.
Nú hefur hann hins vegar verið úrskurðaður gjaldþrota fyrir rétti. Brown lék alls 362 leiki fyrir United og náði frábærum árangri. Kappinn er með fimm Englandsmeistaratitla, tvo Evrópumeistaratitla, tvo bikarmeistaratitla og tvo deildarbikarmeistaratitla á bakinu.
Þá á Brown að baki 23 A-landsleiki fyrir Englands hönd. Brown er sagður hafa átt erfitt frá því hann skildi við eiginkonu sína til þrettán ára í fyrra.