Breyting hefur verið gerð á leikstað í leik Breiðabliks og Fram í 4. umferð Bestu deildar karla.
Verið er að leggja nýtt gervigras á Kópavogsvelli, heimavelli Blika og því hefur leikurinn verið færður á Wurth-völlinn, heimavöll Fylkis
Íslandsmeistarar Breiðabliks eru með 3 stig eftir fyrstu tvær umferðir Bestu deildarinnar. Eftir óvænt tap gegn nágrönnunum í HK í fyrstu umferð vann liðið góðan sigur á Val um síðustu helgi.
Fram hefur aftur á móti gert jafntefli í báðum leikjum sínum það sem af er, gegn FH og HK.
Næsti leikur Blika er gegn ÍBV á útivelli en Fram mætir Val á heimavelli.
Breiðablik – Fram
Var: Föstudaginn 28. apríl kl. 19.15 á Kópavogsvelli
Verður: Föstudaginn 28. apríl kl. 20.00 á Würth vellinum