Leah Williamson, fyrirliði Arsenal og enska landsliðsins, mun missa af Heimsmeistaramótinu í sumar. Hún er með slitið krossband og þarf að fara í aðgerð.
Hin 26 ára gamla Williamson viðurkennir að þetta sé mikið áfall. Hún varð fyrir meiðslunum í leik gegn Manchester United á dögunum.
„Ég þarf smá tíma til að meðtaka þeta. HM- og Meistaradeildardraumur minn er úti,“ segir Williamson meðal annars í yfirlýsingu, en Arsenal er komið í undanúrslit Meistaradeildarinnar.
„Ég grét og sætti mig við þetta kvöldið sem þetta gerðist og síðan þá er ég bara að fara í gegnum skrefin sem ég þarf að taka til að komast í gegnum þetta. Undanfarin ár hef ég horft á liðsfélaga sigrast á veikindum með bros á vör. Svo eru líka mun stærri vandamál í heiminum. Ég hef séð það mun svartara.“
England hefur leik á HM 22. júní gegn Haití. Í riðlinum eru einnig Danmörk og Kína.