Erling Haaland þénar um 400 þúsund pund í föst laun hjá Manchester City í hverri viku. Hann gerir vel og það sést á úrunum sem hann hefur safnað.
Ensk götublöð hafa tekið saman að Haaland á úr sem kosta yfir eina milljón punda. Þessi 22 ára gamli leikmaður gerir það gott.
Haaland gerði á dögunum samning við Breitling og þarf því að skarta úrum þeirra en hann á fyrir úr sem kosta vel yfir 170 milljónir króna.
Haaland elskaði Rolex úr áður en hann gerði samning við Breitling en um er að ræða úr sem hann hefur sést með og keypt sér.
Hér að neðan er listi með tíu úrum sem Haaland hefur sést á undanförnum árum.
Listinn:
10. Rolex ‘Starbucks’ – £15,000
9. Rolex ‘Hulk’ – £22,500
8. Rolex ‘Smurf’ – £37,800
7. Rolex ‘Root Beer’ – £38,600
6. Rolex Daytona green dial – £77,200
5. Rolex Daytona ice blue dial – £110,900
4. Patek Philippe Nautilus blue dial – £112,595
3. Rolex Daytona ‘Eye of the Tiger’ – £241,275
2. Audemars Piguet Royal Oak salmon dial – £241,275
1. Audemars Piguet Royal Oak Jumbo ‘Extra-Thin’ yellow sunburst dial – £281,445