Inter sló Benfica úr leik í Meistaradeild Evrópu í gær. Eitt af því sem mest er rætt eftir leikinn er hegðun stuðningsmanna portúgalska liðsins.
Um seinni leik liðanna í 8-liða úrslitum var að ræða. Inter hafði unnið fyrri leikinn 0-2 og var því í sterkri stöðu fyrir leikinn á heimavelli í gær.
Honum lauk 3-3 og Inter komið áfram í undanúrslit. Þar verður andstæðingurinn nágrannarnir í AC Milan.
Það kom upp ansi óhugnanlegt atvik í leiknum í gær þegar stuðningsmenn Benfica köstuðu blysum inn í hóp stuðningsmanna Inter.
Hafa þeir verið harðlega gagnrýndir fyrir þetta.
Myndband af þessu er hér að neðan.
THE CRIMINAL MOMENT WHEN BENFICA FANS COULD HAVE CAUSE A TRAGEDY BY THROWING SEVERAL FLARES AMONGST FANS!#InterBenfica pic.twitter.com/tSq6v5nF3I
— Tancredi Palmeri (@tancredipalmeri) April 19, 2023