Tveimur leikjum lauk nýlega í 32-liða úrslitum Mjólkurbikars karla.
Á Höfn tóku heimamenn í Sindra á móti Fylki.
2. deildarliðið stóð vel í Bestu deildarliði Fylkis og var staðan í hálfleik 1-2. Frosti Brynjólfsson kom Fylki yfir á 8. mínútu en Abdul Bangura jafnaði af vítapunktinum um tíu mínútum síðar. Óskar Borgþórsson skoraði svo fyrir gestina á 45. mínútu.
Snemma í seinni hálfleik jafnaði Bangara á ný. Fylki tókst þó að sigla sigrinum heim með mörkum frá Ásgeiri Eyþórssyni á 56. mínútu og Frosti skoraði sitt annað mark á 73. mínútu.
Í Akraneshöllinni tók Kári á móti Þór. Markalaust var eftir venjulegan leiktíma og því farið í framlengingu. Í upphafi hennar skoraði Kristófer Kristjánsson fyrir Þór. Kári jafnaði hins vegar með marki Fylkis Jóhannssonar.
Lokatölur 1-1 og því gripið til vítspyrnukeppni. Þar höfðu gestirnir frá Akureyri betur og fara í 16-liða úrslit.
Markaskorarar fengnir af Fótbolta.net