Roma var síðasta liðið til að tryggja sig inn í undanúrslit Evrópudeildarinnar með sigri á Feyenoord í framlengdum leik.
Fyrri leiknum lauk 1-0 fyrir hollenska liðið og lærisveinar Jose Mourinho þurftu því sigur í kvöld.
Leonardo Spinazzola kom þeim yfir eftir klukkutíma leik en Igor Paixao jafnaði fyrir Feyenoord á 80. mínútu.
Paulo Dybala skoraði hins vegar fyrir Roma á 89. mínútu og tryggði liðinu framlengingu.
Þar gekk Roma frá einvíginu með mörkum frá Stephan El Shaarawy og Lorenzo Pellegrino.
Lokatölur því 4-1, 4-2 samanlagt og Roma heldur í undanúrslit.
Þar verða einnig Bayer Leverkusen, Sevilla og Juventus, en Roma mætir fyrstnefnda liðinu.