Cristiano Ronaldo virkaði allt annað en sáttur með stuðningsmenn Al-Hilal er hann mætti þeim með liði sínu, Al-Nassr í Sádi Arabíu.
Stuðningsmenn Al-Hilal kölluðu nafn Lionel Messi í leiknum. Ronaldo virtist snúa sér að þeim og grípa um sitt allra heilagasta.
Það virðist alls ekki fara vel í landann í Sádi-Arabíu. Lögrfræðingur nokkur kallar eftir því að Portúgalanum verði vísað úr landi.
„Hegðun Cristiano er glæpur. Þetta eru óspektir á almannafæri. Slíkur glæpur heimilar handtöku og ef útlendingur fremur hann má vísa honum úr landi,“ segir lögfræðingurinn Prof Nouf bin Ahmed.
Fleiri Sádar taka undir með henni.
Félag Ronaldo, Al-Nassr, heldur því hins vegar fram að Portúgalinn hafi hins vegar fengið högg og hafi því haldið um sitt allra heilagasta.
Hér að neðan má sjá atvikið sem um ræðir.
Dün oynanan maçta Al Hilal taraftarlarının 'Messi' tezahüratlarına Ronaldo'nun tepkisi pic.twitter.com/bNx8YusQvG
— Le Marke Sports (@lemarkespors) April 19, 2023