Argentíski knattspyrnumaðurinn Benjamin er svo sáttur í Rússlandi að hann vill krækja í rússneskt vegabréf.
Garre er 22 ára gamall kantmaður sem lék með yngri liðum Manchester City frá 2016 til 2019. Hann átti þar í samskiptum vip Pep Guardiola og náðu þeir vel saman.
Frá City fór Garre til Racing Club í heimalandinu en fyrr á þessu ári skipti hann yfir til Krylia Sovetov Samara í rússnesku úrvalsdeildinni. Félagaskiptin hafa þótt umdeilt í ljósi innrásar Rússa í Úkraínu.
„Ég gæti hugsað mér að eyða mörgum árum í þessu landi. Ég hef bara verið hér í mánuð en mér líður frábærlega,“ segir Garre, sem virðist ætla að setjast að í landinu til frambúðar.
Það er ekki útlit fyrir að hann fái tækifæri með A-landsliði Argentínu en hann gæti spilað fyrir Rússland ef allt gengur upp.
„Ég vil fá mér rússneskt vegabréf og er tilbúinn að eyða mörgum árum hér.
Við erum að ná í nauðsynleg gögn. Það mun taka tíma að uppfylla skilyrði rússneskra yfirvalda.“