Tveir leikir hófust klukkan 16:45 í 8-liða úrslitum Sambandsdeildarinnar og er öðrum þeirra lokið.
Fiorentina tók á móti Lech Poznan og var með góða stöðu eftir 1-4 sigur í fyrri leik liðanna í Póllandi.
Í kvöld lentu Ítalirnir hins vegar í kröppum dansi á heimavelli. Afonso Sousa kom Lech Poznan yfir á 9. mínútu leiksins. Það reyndist eina mark fyrri hálfleiks.
Kristoffer Velde tvöfaldaði forskot gestanna af vítapunktinum á 65. mínútu og skömmu síðar skoraði Artur Sobiech þriðja markið. Einvígið var þarna orðið jafnt.
Fiorentina bjargaði sér þó fyrir horn. Riccardo Sottil minnkaði muninn fyrir liðið á 78. mínútu og Gaetano Castrovilli innsiglaði sigur í einvíginu með því að minnka muninn í 2-3 í uppbótartíma.
Fiorentina 2-3 Lech Poznan (6-4)
0-1 Afonso Sousa 9′
0-2 Kristoffer Velde 65′
0-3 Artur Sobiech 69′
1-3 Riccardo Sottil 78′
2-3 Gaetano Castrovilli 90+2′
Það er þá framlengt í leik AZ Alkmaar og Anderlecht. Fyrrnefnda liðið leiðir 2-0 á heimavelli en Anderlecht vann fyrri leikinn 2-0.