David de Gea markvörður Manchester United er á barmi þess að skrifa undir nýjan samning við enska félagið.
De Gea verður samningslaus í sumar en viðræður um nýjan samning hafa tekið nokkurn tíma.
ESPN segir frá því að samkomulag sé nánast í höfn en De Gea mun taka á sig verulega lækkun. De Gea er í dag launahæsti leikmaður félagsins.
De Gea er með 375 þúsund pund í föst laun á viku en sú tala lækkar verulega en á móti kemur koma bónusar.
Segir í frétt ESPN að bónusgreiðslur til De Gea geti orðið hærri en í dag, fá hann fína upphæð sem dæmi ef hann heldur hreinu.
De Gea kom til United sumarið 2011 en ekki eru allir stuðningsmenn félagsins sannfærðir um ágæti hans.